Fara í innihald

James Waldegrave

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af Waldegrave.

James Waldegrave, 2. jarlinn af Waldegrave (4. mars 1715 - 13. apríl 1763) var breskur stjórnmálamaður úr röðum Vigga sem gegndi embætti forsætisráðherra Bretlands í fimm daga frá 8. til 12. júní 1757. Það er umdeilt hvort að hann hafi í raun og veru gengt embættinu þar sem að hann var fenginn til þess að mynda ríkisstjórn, en það gekk ekki upp. Hann er oftast ekki tekinn með sem forsætisráðherra.