Fara í innihald

Jón Þorfinnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Þorfinnsson (d. fyrir 1448) var ábóti í Þykkvabæjarklaustri á öðrum fjórðungi 15. aldar. Hans er fyrst getið 1427 og hefur hann líklega tekið við eftir að Jón Hallfreðarson ábóti fórst á heimleið frá Noregi 1422 en óvíst er hvenær hann var vígður.

Jón var einnig officialis í Hólabiskupsdæmi 1427 og ef til vill oftar því viðvera erlendu biskupanna sem þar voru á fyrri hluta 15. aldar var stopul og einhverjir þeirra komu aldrei til landsins. Jón ábóti kemur nokkrum sinnum við skjöl á árunum 1427-1438. Óvíst er hvenær hann dó eða lét af embætti en Kolbeinn nokkur var orðinn ábóti í Þykkvabæjarklaustri 1448.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Þykkvabæjarklaustur". Sunnudagsblaðið, 15. maí 1966“.
  • „„Þykkvabæjarklaustur (Klaustur í Veri)". Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.