Jóhanna Egilsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Egilsdóttir (f. 25. nóvember 1881, dáin 5. maí 1982) var íslensk verkakona og formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar

Jóhanna gekk í Kvenréttindafélag Íslands við stofnun þess árið 1907 og hafði mikinn áhuga á að láta til sín taka í baráttunni fyrir kosningarétti kvenna, hún var varaformaður félagsins 1948 -1952. Hún gekk í Verkakvennafélagið Framsókn árið 1917 eða þremur árum eftir stofnun þess. Hún var kosin í stjórn félagsins árið 1923 og varð formaður þess árið 1935 og gegndi formennskunni í 27 ár eða til ársins 1962.[1]

Hún sat í miðstjórn ASÍ 1928- 1942 og í miðstjórn Alþýðuflokksins um árabil frá árinu 1942[2] Hún var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1934 - 1938. Jóhanna tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður Alþýðuflokksins árið 1957.[3]

Barnabarn Jóhönnu er Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrsta konan til gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Þá má segja að hnefarétturinn hafi gilt“, Alþýðublaðið, 30. apríl 1969 (skoðað 7. júlí 2019)
  2. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is . Sótt 18. apríl 2021.
  3. Alþingi, Æviágrip - Jóhanna Egilsdóttir (skoðað 3. júlí 2019)