Jóhanna Egilsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jóhanna Egilsdóttir (f. 25. nóvember 1881, dáin 5. maí 1982) var íslensk verkakona og formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar

Jóhanna gekk í Kvenréttindafélag Íslands við stofnun þess árið 1907 og hafði mikinn áhuga á að láta til sín taka í baráttunni fyrir kosningarétti kvenna, hún var varaformaður félagsins 1948 -1952. Hún gekk í Verkakvennafélagið Framsókn árið 1917 eða þremur árum eftir stofnun þess. Hún var kosin í stjórn félagsins árið 1923 og varð formaður þess árið 1935 og gegndi formennskunni í 27 ár eða til ársins 1962.[1]

Hún sat í miðstjórn ASÍ 1928- 1942 og í miðstjórn Alþýðuflokksins um árabil frá árinu 1942[2] Hún var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1934 - 1938. Jóhanna tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður Alþýðuflokksins árið 1957.[3]

Barnabarn Jóhönnu er Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrsta konan til gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Þá má segja að hnefarétturinn hafi gilt“, Alþýðublaðið, 30. apríl 1969 (skoðað 7. júlí 2019)
  2. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18. apríl 2021.
  3. Alþingi, Æviágrip - Jóhanna Egilsdóttir (skoðað 3. júlí 2019)