Verkakvennafélagið Framsókn
Útlit
Verkakvennafélagið Framsókn var stéttarfélag verkakvenna í Reykjavík, stofnað 25. október árið 1914 vegna þess að Verkamannafélagið Dagsbrún ákvað að hleypa konum ekki inn í félagið af ótta við samkeppni um vinnu og í launum. Félögin störfuðu mestalla 20. öldina þar til þau voru sameinuð í eitt 1997 og urðu að Eflingu árið 1998 með sameiningu við fleiri stéttarfélög.
Fyrsti formaður Framsóknar var Jónína Jónatansdóttir.