Fara í innihald

Portland-eyja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Isle of Portland)
Portlandhöfn séð frá eyjunni.

Portlandeyja er örfirisey í Ermarsundi 8 km sunnan við Weymouth í Dorset, Suður-Englandi. Eyjan er 6 km á lengd og 2,7 km á breidd. Grandinn sem tengir hana við meginlandið heitir Chesil Beach. Weymouth og Portland mynda saman sveitarstjórnarumdæmið Weymouth og Portland.

Portland er á miðri Júraströndinni sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Þar er unninn kalksteinn, Portlandsteinn, sem hefur verið notaður í byggingar um aldir, þar á meðal í Pálskirkjuna og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York.

Lónið á milli Portland og Weymouth er ein af stærstu manngerðu höfnum heims, Portlandhöfn. Höfnin var búin til á 19. öld með því að gera fjóra langa brimgarða sem loka lónið af. Um leið var Portland gerð að flotastöð Konunglega breska sjóhersins. Flotastöðinni var lokað árið 1995. Árið 2000 var siglingaskólinn Weymouth and Portland National Sailing Academy opnaður á Portlandeyju.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.