Fara í innihald

Örfirisey (landslagsþáttur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Örfirisey er eyja sem breytist í tanga á fjöru en sýnist á flóði vera eyja - það er að grandinn fer undir á flóði og sést ekki. Gott dæmi um örfirisey er Grótta á Seltjarnarnesi. Örfirisey í Reykjavík var fyrir landfyllingu um miðja 20. öld ágætt dæmi um slíkt hið sama, og heitir þess vegna svo.

Orðið „örfiri“ þýðir fjara (í merkingunni „flóð og fjara“).

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.