Innvortis blæðing
Útlit
Innvortis blæðing á sér stað þegar blóð rennur úr blóðrásarkerfinu í líkamshol. Innvortis blæðing getur verið lífshættuleg og krefst aðkallandi læknisaðstoðar. Blæðing úr hjartanu eða heilanum, lungunum er mjög alvarleg og getur valdið hjartastoppi eða dauða ef viðkomandi er ekki meðhöndlaður strax.
Innvorts blæðing getur komið fyrir út af meiðsli á borð við högg í bílaslysi eða hnífstungu. Sjúkdómar eins og hár blóðþrýstingur, slagæðargúlpur eða magasár geta líka valdið innvortis blæðingu. Í tilfelli krabbameins í maganum eða lungunum getur hún líka komið fyrir. Aðrir sjúkdómar sem geta leitt af sér innvortis blæðingu eru skyrbjúgur, utanlegsmeðganga, ofkæling, blöðrur á eggjastokkunum, dreyrasýki og malaría.