Blaðra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Latex blöðrur

Blaðra er sveigjanlegur poki fylltur með ákveðnum tegundum af gasi, svo sem helíum, vetni, nituroxíð og lofti (oft eru blöðrur fylltar af lofti, því helíum kostar mikið og helíumfyllt blaðra tæmist fljótt). Blöður nú til dags eru oft gerðar úr gúmmíi, latexi, pólýklórópreni eða nælonefni á meðan eldri blöðrur voru oft gerðar úr þurrkuðum dýraþvagblöðrum. Sumar blöðrur eru eingöngu notaðar til skrauts eða sem leikfang, á meðan aðrar þjóna mikilvægari tilgangi eins og veðurfræði, lækningu, hernaðarlegum tilgangi varnarmál eða samgöngur. Blöðrur hafa lágan eðlismassa og tiltölulega lágan kostnað, sem leiðir að breiðum markaði.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Indjánar frá mið- og suðu-Ameríku bjuggu til blöðrur úr leðri, eins og víða er gert í dag. Árið 1643 sýndi Evangelista Toricelli, ítalskur eðlisfræðingur, fram á að loft var meira en ekki neitt.

Það var kínversk, japönsk og amerísk þjóðarmenning sem leiddi að upphafi blöðrunnar. Fyrsta blaðran (kölluð blaðra þvagsins) var fundin upp af brasilískum presti, Bartolomeu de Gusmao en hann var fæddur var í Portúgal. Fyrsta opinbera sýningin á blöðru var svo í portúgölskum rétti þann 8. ágúst 1709 í höllinni Casa da India í Lissabon.

Blöðrubólga og heilsubætur[breyta | breyta frumkóða]

Að blása blöðru um munn er gott fyrir heilsuna því það æfir millirifjavöðvana, sem stækka og lyfta rifbeinum og þind, sem bætir lungnastarfsemi og súrefnismettun[1]. Þessi æfing getur bætt líkamsstöðu, stöðugleika og öndunarmynstur og hún hjálpar til við að auka lungnagetu, sem gerir hana gagnlega við sjúkdóma eins og lungnatrefjun, langvinna lungnateppu eða astma[2]. Að auki stuðlar sú athöfn að blása í loft upp djúp öndun, sem getur dregið úr streitu og kvíða, bætt hjarta- og æðaheilbrigði og aukið lungnagetu[3]. Að auki, blása blöðru upp á móti þindinni fyrir skilvirka öndun og hjálpar til við að auka þrýsting í kviðarholi, sem gerir það að gagnlegri æfingu fyrir endurhæfingu og öndunarstarfsemi[4].

  1. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC10334858
  2. https://pulmonaryfibrosisnow.org/2020/03/10/balloon-breathing-exercise-for-improved-lung-function
  3. https://aaballoon.com/balloons-improve-your-health
  4. https://backtofunction.com/why-we-should-blow-up-balloons