Blaðra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blöðrur

Blaðra er sveigjanlegur poki fylltur með ákveðnum tegundum af gasi, svo sem helíum, vetni, nituroxíð og lofti. Blöður nú til dags eru oft gerðar úr gúmmíi, latexi, pólýklórópreni eða nælonefni á meðan eldri blöðrur voru oft gerðar úr þurrkuðum dýraþvagblöðrum. Sumar blöðrur eru eingöngu notaðar til skrauts á meðan aðrar þjóna mikilvægari tilgangi svo sem í veðurfræði, læknisfræðilegri meðferð, hernaðarlegri vörn eða til samgangna. Blöðrur hafa lágan eðlismassa og tiltölulega lágan kostnað, sem leiðir að breiðum markaði.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Indjánar frá mið- og suðu-Ameríku bjuggu til blöðrur úr leðri, eins og víða er gert í dag. Árið 1643 sýndi Evangelista Toricelli, ítalskur eðlisfræðingur, fram á að loft var meira en ekki neitt.

Það var kínversk, japönsk og amerísk þjóðarmenning sem leiddi að upphafi blöðrunnar. Fyrsta blaðran (kölluð blaðra þvagsins) var fundin upp af brasilískum presti, Bartolomeu de Gusmao en hann var fæddur var í Portúgal. Fyrsta opinbera sýningin á blöðru var svo í portúgölskum rétti þann 8. ágúst 1709 í höllinni Casa da India í Lissabon.