Fara í innihald

Hjartastopp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Æfing á endurlífgun eftir hjartastopp

Hjartastopp er þegar blóðið hættir að flæða um líkamann vegna þess að hjartað getur ekki dregist saman almennilega. Viðkomandi missir oft meðvitund og sýnir óeðlilegan andardrátt eða hættir jafnvel að anda. Oft fær maður brjóstverk, mæði eða ógleði í aðdraganda hjartastopps. Ef viðkomandi er ekki meðhöndlaður innan nokkurra mínútna leiðir hjartastopp oftast til dauða.

Algengasta orsök hjartastopps er kransæðasjúkdómur. Aðrar orsakir eru alvarleg blæðing, skortur á súrefni, of lágt kalíum í blóði, hjartabilun eða stífar æfingar. Erfðasjúkdómar eins og langt QT-bil geta aukið áhættu á hjartastoppi. Enginn púls er afgerandi einkenni hjartastopps. Þó að hjartaáfall og hjartabilun geti valdið hjartastoppi eru þau ekki sama fyrirbæri.

Draga má úr líkum hjartastopps með því að reykja ekki, að hreyfa sig reglulega og að halda líkamsþunganum innan hollra marka. Meðhöndla má hjartastopp með hjartahnoði eða ef hjartataktur er til staðar með hjartastuðtæki. Samt sem áður lifa bara 8% sjúklinga sem fá hjartastopp af.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.