Ingólfur Guðbrandsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ingólfur Guðbrandsson (6. mars 19233. apríl 2009) var einn mesti frumkvöðull Íslands á sviði ferðamála. Hann skipulagði ferðir fyrir Íslendinga um allan heim í áratugi. Eins var Ingólfur mikill tónlistarmaður og stjórnaði meðal annars Pólýfónkórnum í mörg ár. Ingólfur var skólastjóri Barnamúsíkskólans 1956-1957, námsstjóri tónlistarfræðslu á Íslandi hjá menntamálaráðuneytinu 1956-1963 og stundakennari við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1957-1960.

Ingólfur stofnaði ferðaskrifstofuna Útsýn árið 1963 og var forstjóri fyrirtækisins til ársins 1988. Síðar stofnaði hann Heimsklúbb Ingólfs, Prima og rak til ársins 2002.

Börn Ingólfs eru Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkona og kórstjórnandi Hamrahlíðarkórsins og Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari sem er gift Birni Bjarnasyni fyrrverandi ráðherra, Vilborg Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Unnur María Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleikari, Eva Mjöll Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Andri Már Ingólfsson, forstjóri og Árni Heimir Ingólfsson, píanóleikari og doktor í tónvísindum.[1]

Ingólfur hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1977.

Endurminningabók Ingólfs, Lífsspegill, kom út árið 1989 skráð af Sveini Guðjónssyni.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Borgarskjalasafn[breyta | breyta frumkóða]

Gögn um Ingólf Guðbrandsson - http://www.borgarskjalasafn.is/Portaldata/21/Resources/borgarskjalasafn/skjalaskra/einstaklingar/Ing_lfur_Gu_brandsson_%28355%29.pdf[óvirkur tengill]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn A-Í, bls. 414, (Reykjavík, 2003)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]