Ilmblágresi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Geranium macrorrhizum

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Blágresisbálkur (Geraniales)
Ætt: Blágresisætt (Geraniaceae)
Ættkvísl: Geranium
Tegund:
G. macrorrhizum

Tvínefni
Geranium macrorrhizum
L.
Samheiti

Geranium macrorrhizum var. typicum S*erb.
Geranium macrorrhizum var. rotundilobum S*erb.
Geranium macrorrhizum var. paucidentatum S*erb.
Geranium macrorrhizum var. parvifolium S*erb.
Geranium macrorrhizum f. longidentatum S*erb.
Geranium macrorrhizum var. kellereri Stef. & Jordanov
Geranium macrorrhizum var. hirsutum S*erb.
Geranium macrorrhizum subsp. eu-macrorrhizum Hayek
Geranium macrorrhizum f. brachidentatum S*erb.
Geranium macrorrhizum var. angustilobum S*erb.
Geranium macrorrhizum f. acutilobum S*erb.
Geranium lugubre Salisb.
Geranium kikianum Kit Tan & G. Vold
Geranium balkanum N. Taylor in L.H. Bailey

Geranium macrorrhizum Ilmblágresi/ Ilmgresi er harðger tegund blómstrandi fjölæringa í blágresisætt.

Litningatala þess er 2n = 46.[1]

Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Ilmblágresi er upprunnið úr suðaustur hluta Alpafjalla, Karpatafjöllum, Balkanskaga og Appennínafjöllum[2] í 200 til 1700 m.y. sjávarmáli í kalkríkum jarðvegi.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Ilmblágresi er 30 til 50 sm hátt með gildum jarðstönglum. Ilmandi blöðin eru djúpflipótt eða sepótt, ljósgræn og þéttsett kirtilhárum. Blómin eru smá (11mm), fölbleik. Einnig finnast afbrigði með hvít eða yfir í hárauð blóm.

Blað

Ræktun og nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Ilmblágresi er ræktað sem blómstrandi þekjuplanta. Ræktunarafbrigðin eru yfirleitt valin fyrir blómlit.[3] Það þolir vel skugga og misjafnan jarðveg. Það er notað í jurtalækningum þar sem það hefur mikla örverueyðandi [4] eiginleika. Ilmolía er gerð úr því fyrir aromatherapy. Til viðbótar við ilmolíur, inniheldur það flavonoids, sesquiterpenes, phenolic acids, litarefni, vítamín, og steinsölt. Stór (eða mikilvægur) hluti ilmolíanna er sesquiterpene ketone germacrone. Á búlgörsku heita blágresi (Geranium) 'zdravec', sem einnig þýðir "heilsa". Plantan hefur verið nýtt í árhundruð til lækninga og í Balkanlöndunum haft orðspor fyrir að vera frygðaraukandi. Tinktúra með alkóhóli gefur olíu, sem kallast 'zdravec-olía'. Hún er notuð í ilmatnsframleiðslu sem burðarefni.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Erich Oberdorfer: Pflanzensoziologische Exkursionsflora für Deutschland und angrenzende Gebiete. 8. Auflage. Verlag Eugen Ulmer, Stuttgart 2001, ISBN 3-8001-3131-5. Seite 627-628.
  2. RHS A-Z encyclopedia of garden plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
  3. „RHS Plant Selector - Geranium macrorrhizum 'Ingwersen's Variety'. Sótt 17. júlí 2013.[óvirkur tengill]
  4. Niko S Radulović, Milan S Dekić, Zorica Z Stojanović-Radić, Suad K Zoranić. Geranium macrorrhizum L. (Geraniaceae) essential oil: a potent agent against Bacillus subtilis. Chemistry biodiversity (2010). Volume: 7, Issue: 11, Pages: 2783-2800
  5. Aromatherapy Today: Zdravetz á ensku

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.