Ice Spice

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ice Spice
Ice Spice árið 2022
Ice Spice árið 2022
Upplýsingar
FæddIsis Naija Gaston[1]
1. janúar 2000 (2000-01-01) (24 ára)
New York, New York, BNA
Störf
  • Rappari
  • lagahöfundur
Ár virk2021–í dag
Stefnur
Útgefandi
Vefsíðaicespicemusic.com Breyta á Wikidata

Isis Naija Gaston (f. 1. janúar 2000), þekkt sem Ice Spice, er bandarískur rappari. Hún er fædd og uppalin í the Bronx í New York-borg. Hún hóf tónlistarferilinn sinn árið 2021 eftir að hafa kynnst upptökustjóranum RiotUSA.

Ice Spice varð fyrst fræg seint árið 2022 með laginu sínu „Munch (Feelin' U)“, sem varð vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Eftir að hafa skrifað undir hjá 10K Projects með Capitol Records, gaf hún út smáskífurnar „Bikini Bottom“ og „In Ha Mood“ af stuttskífunni sinni Like..? (2023). Hún hefur einnig komið fram á lögum hjá öðru tónlistarfólki eins og „Princess Diana“ (með Nicki Minaj), „Barbie World“ (með Nicki Minaj og Aqua), „Boy's a Liar Pt. 2“ (með PinkPantheress), og „Karma“ (með Taylor Swift).

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Y2K (2024)

Stuttskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Like..? (2023)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Be A Lady“. ASCAP. American Society of Composers, Authors and Publishers. Afrit af uppruna á 30. mars 2019. Sótt 13. mars 2023.
  2. „Polydor Records Artists“. Afrit af uppruna á 17. apríl 2023. Sótt 16. september 2023.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.