Fara í innihald

Marz-bræður og Ingibjörg Þorbergs - Bergjum blikandi vín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá IM 110)
Marz-bræður og Ingibjörg Þorbergs
Bakhlið
IM 110
FlytjandiMarz-bræður, Ingibjörg Þorbergs, hljómsveit Jan Morávek
Gefin út1957
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Marz-bræður og Ingibjörg Þorbergs er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1957. Á henni syngur söngkvartettinn Marz-bræður lagið Bergjum blikandi vín og Ingibörg Þorbergs syngur lagið Heillandi vor með kvartettinum. Hljómsveit Jan Morávek leikur undir. Skapti Ólafsson tekur trommusóló í laginu Bergjum blikandi vín. Marz-bræður eru þeir Magnús Ingimarsson, Ásgeir Sigurðsson, Sigurður Sívertsen og Vilhjálmur B. Vilhjálmsson. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

  1. Bergjum blikandi vín (From the vine came the grape..) - Lag - texti: Whitup, Cunningham - Þorsteinn Sveinsson
  2. Heillandi vor - Lag - texti: Óðinn Þórarinsson - Þorsteinn Sveinsson - Hljóðdæmi

Heillandi vor

[breyta | breyta frumkóða]

Lagið Heillandi vor fékk 1. verðlaun í danslagakeppni SKT árið 1955. Ingibjörg söng lagið í keppninni, en sú útsetning sem heyrist á plötunni, með Ingibjörgu og Marz-bræðrum, var fyrst leikin í Revíukabarett Íslenskra tóna á Austurbæjarbíói 1955.

Ingibjörg og Marz-bræður í kabarett Íslenskra tóna árið 1955.