Hugi Halldórsson
Útlit
Hugi Jens Halldórsson (f. 1981) er íslenskur sjónvarpsmaður. Hann er þekktur fyrir hlutverk sitt sem ofurhugi í sjónvarpsþáttunum 70 mínútur og Strákunum.
Árið 2004 gekk hann til liðs við 70 mínútur sem Ofur-Hugi. Þegar 70 mínútur hættu 20. desember 2004 gerði Hugi þættina Jing Jang á Popptíví sem var blanda af spurningaþætti og spjallþætti. 28. febrúar 2005 hætti Jing Jang og Hugi fór í Strákanna þangað til þeir hættu í júní 2006.
Árið 2011 byrjaði Hugi með sitt eigið fyrirtæki Stórveldið sem sá um framleiðslu á sjónvarpsþættum og kvikmyndum. Stórveldið hætti árið 2016.