Popptíví

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Popptíví var íslensk sjónvarpsstöð sem starfaði frá 2000-2005. Stöðin sá aðallega um að sýna tónlistarmyndbönd til að byrja með, en í október 2000 byrjaði vinsæli sjónvarpsþátturinn 70 mínútur sem var á stöðinni til 20. desember 2004. Þá byrjaði einn umsjónarmaður 70 mínútna Hugi Halldórsson með spurningaþáttinn Jing Jang sem hætti í febrúar 2005 vegna óvinsælda þáttarins. Í júní 2005 hætti sjónvarpsstöðin og kom stöðin Sirkus í staðinn.