Hrund Ólöf Andradóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hrund Ólöf Andradóttir

Fædd
Starf/staða Prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands

Hrund Ólöf Andradóttir er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors í umhverfis- og byggingarverkfræði á Íslandi.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Hrund lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990 af eðlisfræðibraut. Hún lauk CS-prófi í byggingarverkfræði með áherslu á vatnaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1994. Þaðan hélt hún í framhaldsnám til Ralph M. Parsons tilraunastofunnar við Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Boston, Bandaríkjunum. Árið 2000 varð Hrund fyrsta íslenska konan til að ljúka doktorsprófi í umhverfis- og byggingarverkfræði og 10. íslenska konan að ljúka doktorsprófi í verkfræði.[1] Að námi loknu starfaði hún við rekstrarráðgjöf hjá Mars & Co í Bandaríkjunum í sex ár. Hrund hóf akademískan feril með fastráðningu við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands árið 2006.[2] Árið 2016[3] varð hún fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors á sviði umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands og þriðja konan til að gegna stöðu prófessors í verkfræðideildum Háskóla Íslands. Hrund sérhæfir sig í orsökum, dreifingu og afleiðingum umhverfismengunar. Hún hefur unnið að fjölbreyttum rannsóknum sem snúa m.a. að því að auka skilning á eðlisfræði vatnakerfa á norðlægum slóðum, auka umhverfisgæði og stuðla að sjálfbæru borgarsamfélagi.[4] Hrund hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa, t.d. sem formaður Vatns- og fráveitufélags Íslands og formaður skipulagsnefndar Háskóla Íslands.[5]

Vatnaverkfræðilegar rannsóknir[breyta | breyta frumkóða]

Hrund kannaði möguleg áhrif brúarþverunar yfir Hvalfjöð á lífríki og vatnafar í lokaverkefni sínu við Háskóla Íslands undir handleiðslu dr. Gunnars Guðna Tómassonar. Við MIT rannsakaði Hrund varmafræði náttúrulegra vatnakerfa og hlutverk grunnra votlenda í að beina vatnsborinni mengun við yfirborð stöðuvanta undir leiðsögn prófessors Heidi Nepf.[6] Hrund stofnaði til rannsókna á eðlisfræðilegri hegðun djúpra stöðuvatna við norðurheimskautið í samvinnu við Francisco Rueda við Háskólann í Granada með styrk frá Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar.[7] Niðurstöður vettvangsrannsókna og þrívíðra líkanagerðar draga fram óvenjulega óstöðugar aðstæður og stórar innri sveiflur í Lagarfljóti sem rekja megi til mikils vindálags, lágs lofthita og jökulinnrennslis.[8] Jafnframt rannsakaði Hrund afdrif jökulvatns frá Silfru í Þingvallavatni í samvinnu við Bernard Laval við Háskólann í Bresku Kólumbíu og Alexander Forrest, nú við Háskólann í Kaliforníu í Davis.[9] Þá hefur Hrund rannsakað áhrif stýringar á vatnstöku á viðkomutíma landborinna efna í miðlunarlóni.[10] Hrund hefur jafnframt tekið þátt í rannsóknum á gæðum lítilla vatnsbóla á Íslandi undir forystu Maríu Jónu Gunnarsdóttur og Sigurðar Magnúsar Garðarssonar við Háskóla Íslands.[11][12]

Umhverfisgæði og sjálfbærar borgir í köldu loftslagi[breyta | breyta frumkóða]

Hrund er einn helsti sérfræðingur Íslands á virkni blágrænna ofanvatnslausna[13] að miðla gæðum og magni regnvatns í borgum. Hrund mat áhrif vinds á getu settjarna til að draga úr þungmálmamengun í verkefni styrkt af Umhverfis- og orkurannsóknasjóði Orkuveitu Reykjavíkur.[14][15][16]Hún greindi árstíðabundna vatnafræðilega hegðun og ásýnd léttra gróðurþaka.[17][18][19] Þá rannsakaði Hrund breytingar í aftakaúrkomu og flóðahættu í miðborg Reykjavíkur vegna hnattrænnar hlýnunar.[20] Hún greindi lykilárangursþætti í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna.[21] Nú stundar Hrund rannsóknir á getu gróðurrása að miðla vetrarflóðum í umhverfisvottaða hverfinu Urriðaholti,[22] sem styrkt er af Rannsóknasjóði Rannís.[23]

Síðustu ár hefur Hrund beint sjónum að loftgæðum í Reykjavík. Hún tók þátt í að meta umhverfisfótspor brennisteinsvetnislosunar frá jarðvarmaverum [24][25] og gosösku frá Eyjafjallajökli[26] í samvinnu við Sigurð Magnús Garðarsson og Snjólaugu Ólafsdóttur, nú framkvæmdastjóra Andrými ráðgjafar.[27] Þau Þröstur Þorsteinsson hafa greint alvarleika mengunar af völdum flugelda og kallað á aðgerðir sem takmarka mengunina.[28][29][30][31][32][33][34][35][36][37] Hún rannsakar styrkleika sóts í Reykjavík, sem eru fínar agnir í útblæstri bíla sem valda neikvæðum heilsuáhrifum eins og til dæmis krabbameini.[38] Hrund er í samstarfi við Larry Anderson, prófessor emerítus hjá Háskólanum í Koloradó í Denver, um brennisteinsvetnismengun í Reykjavík.

Einkahagir[breyta | breyta frumkóða]

Hrund er dóttir Guðfinnu Svövu Sigurjónsdóttur, listfræðings og kennara, og Andra Ísakssonar, prófessors í uppeldisfræðum við Háskóla Íslands og yfirdeildarstjóra í framhaldsskóla- og verkmenntadeild höfuðstöðva mennta- og menningarmálastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO. Andri var sonur Ísaks Jónssonar, frumkvöðuls í skólamálum og stofnanda Skóla Ísaks Jónssonar, og Sigrúnar Sigurjónsdóttur, kennara við sama skóla. Svava er dóttir Sigurjóns Sigurðarsonar, kaupmanns, og Sigrúnar Jónsdóttur batíklistakonu. Systkini Hrundar eru Sigrún Andradóttir, prófessor í iðnaðarverkfræði, Þór Ísak Andrason, iðnaðarverkfræðingur, og Hjalti Sigurjón Andrason, líffræðingur.[39]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Kvennasögusafn Íslands - Faggreinar“. kvennasogusafn.is. Sótt 30. ágúst 2019.[óvirkur hlekkur]
 2. Mbl.is. (2006, 19. október). Hrund Ólöf Andradóttir ráðin dósent í umhverfis- og byggingarverkfræði við HÍ. Sótt 29. ágúst 2019
 3. Háskóli Íslands. (2016). Hátt í fimmtíu fræðimenn fá framgang í starfi. Sótt 29. ágúst 2019.
 4. Google Scholar. Hrund Ó. Andradóttir.
 5. Háskóli Íslands. (2018). Skipulagsnefnd háskólaráðs tekur til starfa. Sótt 29. ágúst 2019.
 6. Andradóttir H.Ó., and Nepf, H.M. (2000). Thermal mediation by littoral wetlands and impact on lake intrusion depth, Water Resources Research, 36(3), 725-735
 7. Landsvirkjun. Orkurannsóknasjóður Geymt 2019-08-29 í Wayback Machine. Sótt 2. september 2019.
 8. Priet-Mahéo, M.C., Ramón, C.L., Rueda, F.J. and Andradóttir, H.Ó. (2019). Mixing and internal dynamics of a medium‐size and deep lake near the Arctic Circle. Limnology and Oceanography, 64(1), 61-80. https://doi.org/10.1002/lno.11019
 9. Forrest, A.L., Andradóttir, H.Ó., and Laval, B.E. (2012). Preconditioning of an underflow during ice-breakup in a subarctic lake, Aquatic Sciences, 74(2), 361-374.
 10. Andradóttir, H.Ó., Rueda, F.J., Armengol, J., and Marcé R. (2012), of residence time variability in a managed monomictic reservoir[óvirkur hlekkur], Water Resour. Res., 48(11), W11505.
 11. Gunnarsdottir, M.J., Persson, K.M., Andradóttir, H.Ó., and Gardarsson, S.M. (2017). Status of small water supplies in the Nordic countries: Characteristics, water quality and challenges, Int. J. Hygiene and Environ. Health, 220(8):1309-1317.
 12. Gunnarsdóttir, M.J., Andradóttir H.Ó., and Garðarsson, S.M. (2013) Microbial contamination in groundwater supply in cold climate and pumice: Case study of norovirus outbreak at Lake Mývatn, Iceland, Hydrology Research, 44(6), 1114-1128.
 13. Blágrænar ofanvatnslausnir í Reykjavík. Sótt 2. september 2019.
 14. Andradóttir, H.Ó., and Vollertsen, G.E. (2015). Temporal variability of heavy metals in suburban road runoff in rainy cold climate, J. Environ. Eng. ASCE, 141(3).
 15. Andradóttir, H.Ó., and Mortamet, M.L. (2016). Impact of wind on storm water pond hydraulics, J. Hydraulic. Eng. ASCE, DOI:10.1061/(ASCE)HY.1943-7900.0001150, 04016034.
 16. Andradóttir, H.Ó. (2017). Impact of wind on storm water pond particulate removal, J. Environ. Eng. ASCE, 10.1061/(ASCE)EE.1943-7870.0001221.
 17. Halla Einarsdóttir, Ágúst Elí Ágústsson, Hrund Ó. Andradóttir, Magnús Bjarklind og Reynir Sævarsson (2018). Hönnun og virkni léttra gróðurþaka við íslenskar aðstæður, Verktækni, 24, 31-41.
 18. Halla Einarsdóttir (2018). Árstímabundin virkni léttra gróðurþaka á Íslandi; Seasonal performance of extensive green roofs in Iceland. MS ritgerð, Reykjavík: Háskóli Íslands.
 19. Ágúst Elí Ágústsson. (2015). Græn þök á Íslandi. Greining á vatnsheldni grænna þaka miðað við íslenska veðráttu. MS ritgerð, Reykjavík: Háskóli Íslands.
 20. Hlöðversdóttir, Á.Ó., Björnsson, B., Andradóttir, H.Ó., Elíasson, J. and Crochet, P. (2015). Assessment of flood hazard in a combined sewer system in Reykjavik city center, Water Sci. Tech., 71(10), 1471–1477.
 21. Eyrún Pétursdóttir, Hrund Ó. Andradóttir, og Halldóra Hreggviðsdóttir (2017). Lykilþættir í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi. Verktækni, 23, 50-55.
 22. Velkomin í Urriðaholt. Vistvottað hverfi. Sótt 2. september 2019.
 23. Rannís. Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2018.
 24. Ólafsdóttir, S., Garðarsson, S.M., and Andradóttir, H.Ó. (2014). Spatial distribution of hydrogen sulfide from two geothermal power plants in complex terrain. Atmospheric Environment, 82, 60-70.
 25. Ólafsdóttir, S., Garðarsson, S.M., and Andradóttir, H.Ó. (2014). Natural near field sinks of hydrogen sulfide from two geothermal power plants in Iceland. Atmospheric Environment, 96, 236-244.
 26. Andradóttir, H.Ó., Ólafsdóttir, S., og Garðarsson, S.M. (2010). Lárétt dreifing gosstróka Eyjafjallajökuls metin út frá gervihnattamyndum, Árbók Verkfræðingafélags Íslands, 239-248.
 27. Andrými ráðgjöf. Sköpum sjálfbært samfélag. Dr. Sjólaug Ólafsdóttir sjálfbærniráðgjafi. Sótt 2. september 2019.
 28. Andradóttir, H.Ó. og Thorsteinsson, T. (2019). Repeated extreme particulate matter episodes due to fireworks in Iceland and stakeholders’ response, Journal of Cleaner Production, 236, 117511.
 29. Hrund Ó. Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson (2017). „Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2017. Sótt 12. júní 2019.
 30. Hrund Ó. Andradóttir (4. Janúar 2018). Metmengun þrátt fyrir aðvaranir – hvað nú?. Fréttablaðið. Bls. 24.
 31. Baldur Guðmundsson (17. september 2018). Evrópumet í mengun kallar á hertar reglur um flugelda. Fréttablaðið.
 32. Arnhildur Hálfdánardóttir (22. September 2018). Vilja banna almenna notkun flugelda. Rúv.
 33. Lovísa Arnardóttir (23. september 2018). Stundargaman á kostnað heilsu: Vilja takmarka flugeldanotkun. Fréttablaðið.
 34. Háskóli Íslands (25. september 2018). Tímabært að huga að aðgerðum gegn flugeldamengun.
 35. Gunnar Gudmundsson, Hrund Ó. Andradóttir, Þröstur Þorsteinsson (2018). Mengun af völdum flugelda og áhrif a lungnaheilsu Íslendinga. Læknablaðið, 104(12), 576 – 577.
 36. Lovísa Arnardóttir (27. desember 2018). Flýja inn með sviða í augum vegna mengunar um áramót. Fréttablaðið.
 37. Hrund Ó. Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson (2. Janúar 2019). Höldum íbúahverfunum hreinum. Fréttablaðið.
 38. Sveinn Arnarsson (2. Apríl 2018). Sótmengunin hér er eins og í Rotterdam. Visir.is.
 39. Mbl.is. (2012, 15. nóvember). Hrund Ólöf Andradóttir. Sótt 2. september 2019.