Fara í innihald

Hringaþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Veitch's fir
Grein af Hringaþini
Grein af Hringaþini
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. veitchii

Tvínefni
Abies veitchii
Lindley
Samheiti
  • Abies sikokiana Nakai
  • Abies eichleri Lauche
  • Abies nordmanniana var. eichleri (Lauche) Beissn.
  • Picea veitchii (Lindl.) Gordon
  • Pinus nephrolepis var. veitchii (Lindl.) Voss
  • Pinus selenolepis Parl.
  • Pinus veitchii (Lindl.) W.R.McNab[1][2]

Hringaþinur (Abies veitchii; シラビソ or シラベ shirabiso eða shirabe),[3] er þintegund ættuð frá Japan (eyjunum Honshū og Shikoku). Hann vex í rökum jarðvegi í svölum og rökum fjallaskógum í 1500–2800 metra hæð yfir sjó. Hann er mjög skuggþolinn meðan hann er ungur, en er ekki langlífur.

Hringaþinur er hraðvaxta tré sem verður að 25 til 30 metra hár. Krónan er mjókeilulaga með láréttum greinum og hærðum árssprotum. Hárin er stutt og brún. Barrið er nálarlaga og flatt 1 til 3 sm langt og 2mm langt. Það er gljándi dökkgrænt að ofan og með tvær áberandi bláhvítar loftaugarákir að neðan, og endarnir eru sýldir. Barrið er þétt og vísar fram með greinunum. Könglarnir eru purpurabrúnir, sívalir, 4 til 7 sm langir og mjókka upp lítillega. Könglarnir eru uppréttir og eru með lítið eitt útstæð og aftursveigð hreisturblöðkur. Börkurinn er sléttur og ljósgrár, og er með kvoðublöðrur eins og er dæmigert fyrir marga þini.

Það eru tvö afbrigði:

  • Abies veitchii var. veitchii. Einlendur á Honshū; Árssprotar þétthærðir. Barrið 1.5 til 3 sm langt; loftaugarásirnar bláhvítar.
  • Abies veitchii var. sikokiana (Nakai) Kusaka. Einlendur á Shikoku; NT. Árssprotar gishærðir. Barrið 1 til 2 sm langt; loftaugarásir hvítar. Að mörgu leyti millistig á milli A. v. var. veitchii og Abies koreana, hefur hann verið talinn sem aðskilin tegund (Abies sikokiana) af sumum höfundum.

Viðurinn er sterkur og fjaðrandi, og er notaður í byggingariðnað, kassa, mataráhöld og snældur. Hringaþinur er vinsælt prýðistré og stundum ræktaður sem jólatré.

Heimildir og ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Abies veitchii en PlantList“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. nóvember 2018. Sótt 15. janúar 2017.
  2. Abies veitchii. World Checklist of Selected Plant Families.[óvirkur tengill]
  3. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.