Hraungúll
Hraungúll er fjall (eða hóll) sem myndast við troðgos úr svo seigri líparít- eða andesítkviku að hún hefur hrúgast upp yfir gosopinu en nær ekki að breiðast út.
Landform sem þetta er algengara á svæðum meginlandseldvirkni eða á plötumótum en á úthafshryggjum eins og Miðatlantshafshrygg. Þau myndast oftast í kringum megineldstöðvum (eldkeilum og öskjum) erlendis.[1]
Hraungúlar geta myndast í mjög hægum troðgosum, sem er skyld flæðigosum, eða „sem undanfarar öflugra sprengigosa“ – þau voru búin að mynda gígtapa og loka gösin inn. Stundum fylgir myndun hraungúla líka slíkum gosum eins og „sbr. hraungúl sem reis í leifum Mt. St. Helens-eldfjallsins í Bandaríkjunum“ eftir frægum sprengigos í 1980[1].
Á Íslandi er ekki mikið til af þessum fyrirbærum. „Hugsanlega eru einhverjir af tindum Öræfajökuls hraungúlar, þar með talinn Hvannadalshnjúkur.“[1] Á Kröflusvæði er hringur af hnúkum úr líparíti til í kringum megineldstöðina. „Sumir þessara gúla hafa myndast á jökulskeiðum en aðrir á hlýskeiðum.“[2]Hraunbunga, hraungúll í nágrenni, sem er miðja Heiðarsporðarkerfisins, varð til undir beru lofti.[2]. Það er hugsað að kvikan „barst til yfirborðs eftir gangi sem í mestu lagi var um 20 metra þykkur (...)“ [2]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík 2004, bls. 106-107 .
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Thorbjorg Agustsdottir, etal.: A gravity study of silicic domes in the Krafla area, North Iceland. Jökull 60 (2011)[óvirkur tengill] (á ensku, samantekt á íslensku) Skoðað 17. águst 2020.