Hraun (hljómsveit)
Hraun er íslensk hljómsveit sem var stofnuð 16. júní árið 2003 þegar hljómsveitarmeðlimir komu saman með engum fyrirvara og spiluðu í partýi á kaffihúsinu Kaffi Vín. Hljómsveitin umbreyttist fljótt og fór að spila meira frumsamið efni. Varð sveitin reglulegt húsband á grasrótartónlistarstaðnum Café Rósenberg auk þess að leika reglulega tónleika á kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði.
Hljómsveitin hefur gefið út fjórar jólaplötur auk partýplötu (Partýplatan partý). Fyrsta plata með frumsömdu efni sveitarinnar kom út hjá plötufyrirtækinu Dimmu 11. júní 2007 og ber nafnið I can't believe it's not happiness. Platan var m.a. plata vikunnar á Rás 2 sumarið 2007. Útgáfutónleikar voru haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum.
Í desember 2007 komst Hraun í fimm sveita úrslit hljómsveitakeppninnar The next big thing sem BBC World Service stendur fyrir. Þar léku þeir í útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar fyrir fjögurra manna dómnefnd og sal áhorfenda.
Önnur plata sveitarinnar, Silent Treatment, kom út 12. júní 2008. Útgáfutónleikar voru haldnir á Rúbín 16. júní 2008 og mættu um 350 manns. Allur ágóði af tónleikunum rann til styrktar íslenska geitastofninum.
Meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]Meðlimir sveitarinnar eru:
- Svavar Knútur - söngur, gítar, harmónikka, píanó
- Guðmundur Stefán Þorvaldsson - gítar og söngur
- Jón Geir Jóhannsson - trommur og söngur
- Loftur Sigurður Loftsson - bassagítar og söngur
Fyrrverandi meðlimir:
- Hjalti Stefán Kristjánsson - söngur, mandólín, flauta, ásláttarhljóðfæri
- Gunnar Ben - hljómborð, óbó, söngur og fleira
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Hljómsveitin Hraun Geymt 23 desember 2014 í Wayback Machine
- Umfjöllun um hljómsveitina í Popplandi Geymt 29 september 2007 í Wayback Machine
- Umfjöllun á rokk.is, listi yfir útgefin lög og meðlimi Geymt 9 ágúst 2007 í Wayback Machine