Fara í innihald

Hrísgrjónagrautur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Risalamande borið fram á jólum.

Grjónagrautur er grautur gerður úr soðnum hrísgrjónum sem oft er borinn fram með kanilsykri og rjóma eða mjólk. Grautur af þessu tagi hefur stundum kallaður jólagrautur hvort sem hann er á borðum jólum eða aðra daga.

Grjónagrautur varð ekki algengur á Íslandi fyrr en upp úr aldamótin 1900, en áður hafði verið gerður jólagrautur úr bygggrjónum, mjólk og rúsínum.[1] Sums staðar á Íslandi var grauturinn hafður fyrir matinn á aðfangadagskvöld þegar líða tók á 20.öld, en slíkt mun hafa verið algengast í Danmörku. Í Skandinavíu sem og á Íslandi er afbrigði af grjónagraut hefbundinn á jólunum og er venjulega eftirréttur á aðfangadagskvöld. Þá er grauturinn kaldur en með heitri berjasósu (Riz à l'amande).

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hver er saga jólagrautsins á Íslandi?“. Vísindavefurinn.