Hornsíli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hornsíli

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Brynsíli (Gasterosteiformes)
Ætt: Hornsílaætt (Gasterosteidae)
Ættkvísl: Gasterosteus
Tegund:
G. aculeatus

Tvínefni
Gasterosteus aculeatus
Linnaeus, 1758
Samheiti

Hornsíli (fræðiheiti Gasterosteus aculeatus) er ein af tólf tegundum síla innan ættarinnar Gasterosteidae. Þessar tegundir lifa á norðurhveli jarðar.

Hornsíli finnst nánast um allt norðurhvelið ýmist í fersku vatni, ísöltu eða söltu. Hornsílin eru smáir fiskar frá 5 til 10 sentímetrar að stærð en mjög mikill breytileiki er á stærð ólíkra afbrigða.

Orðið hornsíli[breyta | breyta frumkóða]

Hornsíli draga nafn sitt af broddum sem eru á bakinu framan við bakuggann. Hornsílið hefur þrjá slíka brodda enda kallast hornsílið á ensku threespine stickleback. Aðrar tegundir ættarinnar hafa fleiri eða færri slíka brodda, til dæmis er evrópska tegundin spinachia spinachia með fimmtán brodda á bakinu og norður-ameríska tegundin apeltes quadracus með fjóra brodda.

Æxlun hornsíla[breyta | breyta frumkóða]

Atferli hornsíla er mjög sérstakt, sérstaklega hjá hængnum sem á hrygningartíma sér um egg og seiðin og breytir um lit og verður rauður, enda kallaður rauðkóngur þegar þannig er á honum statt. Hrygingartími hornsíla er á vorin, en þá byggir hornsílishængurinn eggjunum eins konar hús úr plöntuhlutum og fleiru, sem hægt væri að kalla hreiður, og er það á stærð við mannshnefa. Þegar þessum undirbúningi er lokið, fær hann hrygnu — með góðu eða illu — til að synda inn í hreiðrið. Er hún hefur hrygnt þar, rekur hann hana burt. Hængurinn frjóvgar svo hrognin með sviljasafa og tekur sér varðstöðu við hreiðrið og ver það af miklum ákafa. Hann gætir ekki aðeins eggjanna allan tímann sem þau eru að klekjast, heldur lítur einnig eftir seiðunum um skeið, eftir að þau eru komin úr eggjunum. Syndi þau úr hreiðrinu, eltir hann þau uppi, tekur í munninn og syndir með þau að hreiðrinu og hreinlega spýtir þeim inn í það aftur. Seiðin halda til í hreiðrinu í u.þ.b. eina viku áður en þau taka að bjarga sér sjálf.

Fæðuhættir[breyta | breyta frumkóða]

Hornsíli afla sér fæðu á mismunandi hátt og eru fæðuhættir þeirra breytilegir eftir búsvæðum. Oftast samanstendur fæða þeirra af smáum sjávar- eða ferskvatnshryggleysingjum sem þau finna í botnsetinu til dæmis tubifex-ormum. Dæmi um breytileika í atferli hornsíla er hvernig þau bera sig að í fæðuleit í botnseti. Í stöðuvötnum stingur hornsílið trýninu beint 90° í botnsetið en hornsíli sem lifa í straumvatni stinga trýninu í 45° við botn.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.