Holtasóti
Holtasóti | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Rakur holtasóti með baukum í Austurríki.
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Andreaea rupestris |
Holtasóti (fræðiheiti: Andreaea rupestris) er tegund mosa af sótmosaætt. Hann finnst meðal annars á Íslandi og er algengur á steinum, oft á opnum svæðum, um allt land.[1] Auðvelt er að greina holtasóta frá náskyldu tegundinni fjallasóta á því að blöð holtasóta eru án miðrifs en blöð fjallasóta hafa miðrif.[1][2]
Gró
[breyta | breyta frumkóða]Holtasóti myndar gró í baukum eins og aðrir baukmosar. Gró holtasóta eru tvenns konar, vanþroska gró sem eru brún og um 20 µm að stærð og stærri græn gró sem eru um 30 µm.[2]
Vistfræði
[breyta | breyta frumkóða]Holtasóti þolir vel þurrk sem gerir honum kleift að vaxa á svæðum sem eru opin fyrir vindi. Hann þolir hins vegar illa samkeppni við aðrar tegundir, svo sem litunarskóf (Parmelia omphalodes), snepaskóf (Parmelia saxatilis) og hraungambra (Racomitrium lanuginosum).[1] Lappamerla vex gjarnan á holtasóta.[3]
Holtasóti getur verið með algengustu mosum í sumum vistgerðum, til dæmis í eyðihraunavist[4] og í hraungambravist.[5]
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Þurr holtasóti er svartur eða rauðbrúnn og blöðin liggja upp að stönglinum.
-
Blautur holtasóti er grænn vegna blaðgrænu.
-
Stakt laufblað holtasóta séð í smásjá. Ekkert miðrif er á blaðinu en blöð fjallasóta hafa miðrif.
-
Smásjármynd af laufblaði holtasóta. Stakar frumur sjást greinilega.
-
Baukur sótmosa rifnar á einkennandi hátt. Gró mosans dreifast út frá rifnum bauknum.
-
Gró holtasóta eru tvenns konar. Vanþroska brún gró og stærri græn gró.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Ágúst H. Bjarnason (2018). Mosar á Íslandi. Ágúst H. Bjarnason. ISBN 978-9935-458-80-3
- ↑ 2,0 2,1 Bergþór Jóhannsson (1990). Íslenskir mosar - sótmosaætt og haddmosaætt. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 13. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík.
- ↑ Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
- ↑ Eyðihraunavist. Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt þann 28. apríl 2018.
- ↑ Hraungambravist. Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt þann 28. apríl 2018.