Hraungambri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hraungambri

Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
Fylking: Bryophyta
Flokkur: Bryopsida
Ættbálkur: Grimmiales
Ætt: Grimmiaceae
Ættkvísl: Racomitrium
Tegund:
R. lanuginosum

Tvínefni
Racomitrium lanuginosum
(Hedw.) Brid.
Grámosinn er oft fyrsti landneminn í hraunum en víkur síðar fyrir öðrum gróðri

Hraungambri, grámosi eða gamburmosi (fræðiheiti Racomitrium lanuginosum) er mosi sem myndar mjúkar, samfelldar breiður. Hann er einn algengasti mosinn í íslenskum hraunum og fyrsti landneminn og myndar breiður í 100 ára gömlum hraunum eða eldri. Á snjóléttum svæðum þá verður hann ráðandi í gróðurfari. Hraungambri vex hægt, aðeins um 5 - 15 mm á ári.[1] Hann vex best þar sem úrkoma er mikil eða mikill raki í lofti og lofthiti frá 8-10 gráðum Celsíus.[1]

Hraungambri vex í endann en deyr jafnframt að neðan. Þótt mosaplantan sé 20 cm löng eru aðeins um fimm cm fremst á sprotanum lifandi. Hraungambri lengist um 1 sm á ári og það eru því um 5 ár frá því sprotahluti verður til þangað til hann hættir starfsemi og deyr. Ef hliðarsprotar hafa myndast verða þeir að nýjum plöntum þegar hlutinn fyrir neðan visnar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Magnea Magnúsdóttir (2010). Leiðir til að fjölga mosum, einkum hraungambra (Rancomitrium lanuginosum). BS-verkefni við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]