Fara í innihald

Holtahreppur (A-Skaftafellssýslu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Holtahreppur var hreppur í austanverðri Austur-Skaftafellssýslu. Hreppurinn dró nafn sitt af Holti á Mýrum og náði hann frá sýslumörkum í austri yfir Lón, Nes og Mýrar, allt vestur að Heinabergsvötnum.

Árið 1801 var hreppnum skipt í tvennt um Vestrahorn. Varð eystri hlutinn að Bæjarhreppi og hinn vestari að Bjarnaneshreppi.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.