Bjarnaneshreppur
Útlit
Bjarnaneshreppur var hreppur í Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu, kenndur við kirkjustaðinn Bjarnanes.
Bjarnaneshreppur varð til árið 1801 þegar Holtahreppi var skipt í tvennt og hét hinn hlutinn Bæjarhreppur.
14. nóvember 1876 var Bjarnarneshreppi síðan skipt í tvennt, í Nesjahrepp og Mýrahrepp.
