Fara í innihald

Hofsá (Vesturdal)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hofsá er á sem rennur um Vesturdal í Skagafirði og sameinast Vestari-Jökulsá þar sem hún fellur fram úr Hofsdal við Bjarnastaðahlíð, spölkorn innan við kirkjustaðnum Goðdali.

Áin er bergvatnsá að mestu og kemur úr lækjum og vötnum uppi undir Hofsjökli. Hún er þó jökullituð eftir að Fossá, sem kemur úr Hofsjökli, fellur í hana nokkru innan við eyðibýlið Þorljótsstaði, en ofan við ármótin er hún tær. Þar kallast fjallshlíðin austan árinnar á löngum kafla Runa eða Þorljótsstaðaruna og áin tekur nafn af henni og kallast þar Runukvísl. Þar er ágætt silungsveiðisvæði, allt inn að Runufossi.

  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.