Hof Aþenu Nike

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hof Aþenu Nike

Hof Aþenu Nike er hof á Akrópólishæð í Aþenu. Það var byggt á suðvesturhorni hæðarinnar og blasir því við á hægri hönd þegar gengið er í gegnum Propylaea.

Hofið var hannað af Kallíkratesi, þeim sama og hannaði Meyjarhofið. Honum var sagt að hanna það af stjórnarráðinu í Aþenu sama ár og Grikkir undirrituðu friðarsáttmála við Persana, 448 f.Kr. Þó var ekki byrjað að byggja það fyrr en árið 427 f.Kr. og því lauk árið 424 f.Kr.

Hann hannaði það í jónískum stíl og gerði hofið einnig í smærra lagi en þrátt fyrir smæð sína þótti hofið hafa mikinn þokka. Það hefur fjórar súlur beggja megin. Á einni hlið myndræmunnar (frísunnar) er sýnd ráðstefna guðanna og á hinum þremur eru myndir af bardögum. Brjóstvirki (handrið) með lágmynd af Nike (sigurgyðjunni) er svo umhverfis hofið. Hofið er byggt á þeim stað er áður stóð einhvers konar altari sem var byggt sama ár og Panaþenísku leikarnir voru stofnaðir, 556 f.Kr. Í þessu hofi tilbáðu Aþeningar Aþenu og báðu hana um sigur í stríðum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.