Propylaea

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stiginn upp að hofinu

Propylaea (forngríska: Προπύλαια, Propylaia) er inngangshofið á Akrópólishæð og staðsett á vesturhluta hæðarinnar.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Til forna[breyta | breyta frumkóða]

Orðið „propylaea“ þýðir einfaldlega „inngangur“ en Propylaea Akrópólishæðar er sá frægasti. Propylaea var hannað af Mnesíklesi en hann hafði mikið og erfitt starf fram undan vegna plássleysis og ójöfnu á þeim stað sem innngangurinn átti að rísa. Mnesíkles leysti þetta þó með prýði og hannaði glæsilegan og samræman inngang úr hvítum marmara.

Propylaea var skipt í miðbyggingu og tvær útbyggingar. Norðurhluti inngangsins, Pinakoþeke, var notaður sem listagallerí þar sem listaverk voru sýnt á viðarplötum. Miðhluti Propylaea hafði tvær framhliðar, innri og ytri. Ytri framhliðin var styrkt af dórískum súlum en sú innri af jónískum súlum. Ástæðan fyrir því var plássleysið innanhúss en jónísku súlurnar eru mun mjórri en þær dórísku. Loftið í Propylaea var skreytt.

Tilbyðjendur þurftu að losa sig við allar óheilagar hugsanir og jarðneskar tilfinningar áður en þeir gengu inn.

Seinni tíma[breyta | breyta frumkóða]

Propylaea náði að standast af sér gríska, rómverska og býsanska tímabilið, alveg ósnortið. Það skaddaðist þó töluvert í sprengingu árið 1656. Svo var reistur turn á suðurhliðinni, annaðhvort frá veldi Frakka eða Ottómanna, en sá var rifinn árið 1874.

Frá árinu 1984 hefur hluti hofsins verið endurreistur undir leiðsögn Dr. Tanos Tanoulas og er notað sem inngangur fyrir ferðamannaflauminn sem skoðar Akrópólishæð.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]