Fara í innihald

Hof í Svarfaðardal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hof í Svarfaðardal. Vallafjall í baksýn
Goðafoss í Hofsá

Hof í Svarfaðardal hefur frá alda öðli verið eitt af höfuðbólum dalsins. Bærinn stendur austan Svarfaðardalsár um 6 km frá sjó. Þar er rekinn blandaður búskapur. Túnið er stórt og gott og beitiland mikið til fjalls. Sunnan við bæinn fellur Hofsá til Svarfaðardalsár en hún kemur úr Hofsdal, sem skerst inn á milli fjallanna ofan við Hof. Í ánni er hár foss, Goðafoss, sem sést vel frá vegi. Í hlíðinni ofan við Hof er Hofsskál en neðan við hana er falleg og regluleg berghlaupsurð, Hofshólar. Þar ofan við gnæfir Messuhnjúkur við himinn og inn af honum eru Rimar, hæsta fjall við utanverðan Svarfaðardal.

Ljótólfur goði Alreksson var samkvæmt Landnámu og Svarfdæla sögu fyrsti landnámsmaður í Svarfaðardal. Dalurinn er þó kenndur við annan landnámsmann, Þorstein svörfuð á Grund skv. Landnámu. Ljótólfur reisti bæ sinn að Hofi en landnám hans náði um austanverðan dalinn. Sonur hans var Valla-Ljótur sem sérstök saga er til af, Valla-Ljóts saga.

Gísli Jónsson íslenskufræðingur og kennari var fæddur og upp alinn á Hofi.

  • Hjörtur Eldjárn Þórarinsson. „Svarfaðardalur og gönguleiðir um fjöllin“. Árbók Ferðafélags Íslands. () (1973): 9-119.
  • Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.