Mæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mæði (fræðiheiti: dyspnea) er öndunartruflun sem lýsir sér þannig að einstaklingur á erfitt með að anda nógu miklu lofti í lungun. Mæði er eðlileg við mikla áreynslu en telst einkenni sjúkdóms ef hún kemur fyrir við óvæntar aðstæður.

Í 85% tilfella orsakast mæði af astma, lungnabólgu, blóðþurrð í hjarta, lungnasjúkdómi, hjartabilun eða langvinnri lungnateppu, eða er af geðrættum völdum svo sem felmtursköstum eða kvíða.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.