Fara í innihald

Hetjur Valhallar - Þór

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hetjur Valhallar - Þór
Hetjur Valhallar - Þór
LeikstjóriOskar Jonasson
Toby Genkel
Gunnar Karlsson
HandritshöfundurFriðrik Erlingsson
Lengd83 mín.
LandFáni Íslands Ísland
Fáni Þýskalands Þýskaland
Fáni Írlands Írland
Tungumálíslenska
Þýska
enska

Hetjur Valhallar - Þór er tölvuteiknuð mynd sem framleidd er af CAOZ, Ulysses Filmproduktion og Magma Films. Myndin sem var frumsýnd þann 14. október 2011 byggir á sögum um þrumuguðinn Þór.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Hinn unga Þór dreymir um frægð og frama á vígvellinum. Samkvæmt þjóðsögunni er hann sonur Óðins, konungs guðanna og því trúa allir að Óðinn muni vernda Þór og þorpið hans fyrir jötnum og öðrum illum öflum. Á meðan Þór lætur sig dreyma um frægð og frama bruggar Hel, drottning Undirheimanna ráð gegn mönnum og guðum. Á sama tíma áskotnast Þór á ótrúlegan hátt kröftugasta vopn veraldar, hamarinn Mölni. Heimurinn er á heljarþröm og Þór þarf að taka á honum stóra sínum og beisla krafta Mjölnis því örlög heimsins eru í þeirra höndum.