Fara í innihald

Herfangskerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skopmynd sem sýnir Andrew Jackson á svíni sem gæðir sér á ránsfeng. Neðst stendur „Til minningar um ríkisþjónustuna okkar eins og hún var“.

Herfangskerfi (enska: Spoils system) er hugtak úr bandarískri stjórnmálaumræðu sem lýsir því þegar stjórnmálaflokkar verðlauna stuðningsmenn sína með stöðuveitingum hjá hinu opinbera. Herfangskerfið var við lýði á 19. öld í Bandaríkjunum en Pendleton-lögin sem tóku gildi árið 1883 mörkuðu tímamót í átt að stjórnsýslu þar sem ráðið var í störf eftir verðleikum frekar en eftir hollustu við stjórnmálaflokka.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Pendleton Act (1883)“. Sótt 7. febrúar 2011.
  Þessi stjórnmálagrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.