Fara í innihald

Saga sálfræðinnar á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sálfræði var fyrst kennd við Háskóla Íslands árið 1911 en ekki var um B.A.-nám að ræða. Kennslan var á vegum Heimspekideildar háskólans.

Bylting varð í sálfræðinámi á Íslandi þegar Ágúst H. Bjarnason fór ásamt Guðmundi Finnbogasyni til Danmerkur í nám við Hafnarháskóla. Ágúst varð prófessor í heimspekilegum forspjallsvísindum við Háskóla Íslands árið 1911 og samdi meðal annars fyrstu frumsömdu íslensku kennslubókina í sálfræði en bókin heitir Almenn sálfræði.

Kennsla til B.A.-prófs hófst ekki fyrr en árið 1971 og lög um sálfræðinga voru sett 1976. Það var ekki var fyrr en árið 2001 sem Háskóla Íslands útskrifaði fyrstu nemendurna sem lokið höfðu sérstöku framhaldsnámi í sálfræði til starfsréttinda, svonefndu Cand.psych.-prófi.

Sálfræðifélag Íslands var stofnað árið 1954.

Helstu ártöl í sögu íslenskrar sálfræði

[breyta | breyta frumkóða]
 • Um 1900 og fyrr - Íslendingar fóru gjarnan til Kaupmannahafnar til að leggja stund á háskólanám, þar var sálfræði stór þáttur af forspjallsvísindum.
 • 1901 - Ágúst H. Bjarnason og Guðmundur Finnbogason ljúka fyrstir Íslendinga meistaraprófi í sálfræði.
 • 1911: Háskóli Íslands stofnaður, frá upphafi kennd forspjallsvísindi sem samanstóð af sálfræði, heimspeki og rökfræði.
 • 1911 - Ágúst H. Bjarnason skipaður prófessor við heimspekideild Háskóla Íslands.
 • 1911 - Guðmundur Finnbogason lýkur doktorsprófi í sálfræði.
 • 1911 - Doktorsritgerð Guðmundar Finnbogasonar, Samúðarskilningurinn, er fyrsta íslenska doktorsritgerðin sem flokka mætti sem sálfræðilega ritgerð. Þessi ritgerð Guðmundar vakti nokkurra athygli og var meðal annars þýdd yfir á frönsku og var meðal annars vitnað í hana af öðrum fræðimönnum.
 • 1916 - Ágúst H. Bjarnason skrifar fyrstu frumsömdu íslensku kennslubókina í sálfræði.
 • 1917 - Alþingi samþykkir að stofna prófessorembætti handa Guðmundi Finnbogasyni í hagnýtri sálfræði við Háskóla Íslands og var Guðmundur því fyrsti íslenski prófessorinn í sálfræði.
 • 1924 - Prófessorstaðan í hagnýtri sálfræði við Háskóla Íslands lögð niður í sparnaðarskyni og gerðist Guðmundur Finnbogason þá landsbókavörður.
 • 1924 - Guðmundur skrifar aðra bók sína tengda rannsóknum sínum í vinnusálfræði, Vit og Strit.
 • 1927 - Vinnan, síðari bók Guðmundar Finnbogasonar tengda rannsóknum í vinnusálfræði, kemur út.
 • Ágúst og Guðmundur buðu báðir upp á kennslu til meistaraprófs í sálfræði, en enginn mun hafa lokið því námi
 • Stöðununartímabil í sálfræði á íslsandi; hætt var að fylgjast með hvernig sálfræðin þróaðist erlendis.
 • 1950-1960 - Nokkrir Íslendingar mennta sig í sálfræði erlendis og sálfræðin verður að starfsgrein á Íslandi, einkum klínísk sálfræði og skólasálfræði.
 • 1954 - Sálfræðingafélag Íslands stofnað.
 • 1956 - Matthíasi Jóhannssyni tekst að ljúka því þrekvirki að íslenska Stanford-Binet greindarprófið. Prófkerfi hans var mikið notað og þá var gerð rannsókn á greindarþroska barna sem er sú stærsta sem hefur verið gerð hér á landi.
 • 1971 - Byrjað að kenna sálfræði til BA-prófs við Háskóla Íslands.
 • 1976 - Lög um sálfræðinga sett á Íslandi.
 • 1999 - Byrjað að kenna sálfræði til embættisprófs á Íslandi, til cand. psych-gráðu.