Helstu ártöl í sögu íslenskrar sálfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
 • 1911 - Ágúst H. Bjarnason skipaður prófessor við heimspekideild Háskóla Íslands.
 • 1911 - Guðmundur Finnbogason lýkur doktorsprófi í sálfræði.
 • 1911 - Doktorsritgerð Guðmundar Finnbogasonar, Samúðarskilningurinn, er fyrsta íslenska doktorsritgerðin sem flokka mætti sem sálfræðilega ritgerð. Þessi ritgerð Guðmundar vakti nokkurra athygli og var meðal annars þýdd yfir á frönsku og var meðal annars vitnað í hana af öðrum fræðimönnum.
 • 1916 - Ágúst H. Bjarnason skrifar fyrstu frumsömdu íslensku kennslubókina í sálfræði.
 • 1917 - Alþingi samþykkir að stofna prófessorembætti handa Guðmundi Finnbogasyni í hagnýtri sálfræði við Háskóla Íslands og var Guðmundur því fyrsti íslenski prófessorinn í sálfræði.
 • 1924 - Prófessorstaðan í hagnýtri sálfræði við Háskóla Íslands lögð niður í sparnaðarskyni og gerðist Guðmundur Finnbogason þá landsbókavörður.
 • 1924 - Guðmundur skrifar aðra bók sína tengda rannsóknum sínum í vinnusálfræði, Vit og Strit.
 • 1927 - Vinnan, síðari bók Guðmundar Finnbogasonar tengda rannsóknum í vinnusálfræði, kemur út.
 • Ágúst og Guðmundur buðu báðir upp á kennslu til meistaraprófs í sálfræði, en enginn mun hafa lokið því námi
 • Stöðununartímabil í sálfræði á íslsandi; hætt var að fylgjast með hvernig sálfræðin þróaðist erlendis.
 • 1956 - Matthíasi Jóhannssyni tekst að ljúka því þrekvirki að íslenska Stanford-Binet greindarprófið. Prófkerfi hans var mikið notað og þá var gerð rannsókn á greindarþroska barna sem er sú stærsta sem hefur verið gerð hér á landi.
 • 1971 - Byrjað að kenna sálfræði til BA-prófs við Háskóla Íslands.
 • 1976 - Lög um sálfræðinga sett á Íslandi.
 • 1999 - Byrjað að kenna sálfræði til embættisprófs á Íslandi, til cand. psych-gráðu.