Helga Zoega
Helga Zoega | |
---|---|
Fædd | 1976 |
Störf | Prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og vísindamaður við Háskólann í Nýju Suður-Wales, Sydney |
Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands og vísindamaður við Háskólann í Nýju Suður-Wales(en), Sydney. Rannsóknir hennar beinast að notkun og áhrifum lyfja meðal barnshafandi kvenna og barna - hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á fyrir markaðssetningu.[1][2]
Nám
[breyta | breyta frumkóða]Helga lauk BA-prófi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 2002. Árið 2006 lauk Helga MA-prófi í megindlegum aðferðferðum frá Columbia-háskóla í New York.[3] Helga var fyrsti neminn til að ljúka doktorsprófi í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands árið 2011.[4]
Doktorsritgerð Helgu[5] snéri að geðlyfjanotkun barna, þar á meðal áhrifum lyfjameðferðar við ADHD á námsárangur.[6] Að loknu doktorsprófi starfaði Helga sem nýdoktor í faraldsfræði við Mount Sinai School of Medicine í New York 2011-2013.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Helga starfaði sem verkefnastjóri við Lyfjagagnagrunn Embættis landlæknis 2006-2008. Hún var ráðin lektor í við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2012 og hlaut framgang í starf dósents árið 2013[3] og prófessors árið 2016.[7]
Helga var gestaprófessor við Háskólann í Nýju Suður-Wales (UNSW), Sydney 2017-2018. Þar hlaut hún rannsóknastöðustyrk, Scientia Fellowship til fjögurra ára (2018-2022) til að sinna áfram rannsóknum í lyfjafaraldsfræði.
Helga sat í Vísinda-og tækniráði 2016-2018, skipuð af forsætisráðherra,[8] Vísindanefnd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2015-2018,[9] auk fjölda annarra nefnda á vegum Háskóla Íslands og UNSW.
Rannsóknir
[breyta | breyta frumkóða]Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði beinast einkum að notkun og áhrifum lyfja meðal barnshafandi kvenna og barna – viðkvæmum hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað. Flestar rannsóknir Helgu eru unnar í alþjóðlegu samstarfi vísindamanna, meðal annars á Norðurlöndum (Karolinska Institutet, Norwegian Institute of Public Health, Árósarháskóla, Finnish National Institute for Health and Welfare og Syddansk-háskóla), í Bandaríkjunum (Harvard University, Columbia University) og í Ástralíu (Háskólann í Nýju Suður-Wales(en), Sydney). Um gagnagrunnsrannsóknir er að ræða sem byggja á upplýsingum úr heilbrigðis- og lýðfræðilegum skrám sem ná til milljóna einstaklinga. Tilgangurinn er að meta áhrif og gagnsemi lyfja undir raunverulegum aðstæðum með nákvæmni sem ekki væri gerlegt með hefðbundnum lyfjaprófunum.[10][11]
Helga hefur hlotið fjölda rannsóknarstyrkja, m.a. Scientia, og Marie Curie rannsóknarstöðustyrki, öndvegisstyrk RANNÍS og NordForsk. Niðurstöður hennar hafa birst í vísindagreinum og fjallað um þær á fréttamiðlum víðsvegar um heim.[12][13][14][15][16]
Helstu ritverk
[breyta | breyta frumkóða]- Trajectories of antipsychotic use before and during pregnancy and associated maternal and birth characteristics. Schaffer AL, Zoega H, Tran DT, Buckley NA, Pearson S, Havard A. Aust N Z J Psychiatry. 2019 May.
- β-Blocker Use in Pregnancy and the Risk for Congenital Malformations: An International Cohort Study. Bateman BT, Heide-Jørgensen U, Einarsdóttir K, Engeland A, Furu K, Gissler M, Hernandez-Diaz S, Kieler H, Lahesmaa-Korpinen AM, Mogun H, Nørgaard M, Reutfors J, Selmer R, Huybrechts KF, Zoega H. Ann Intern Med. 2018 Nov 20;169(10):665-673.
- Trends in attention-deficit hyperactivity disorder medication use: a retrospective observational study using population-based databases.Raman SR, Man KKC, Bahmanyar S, Berard A, Bilder S, Boukhris T, Bushnell G, Crystal S, Furu K, KaoYang YH, Karlstad Ø, Kieler H, Kubota K, Lai EC, Martikainen JE, Maura G, Moore N, Montero D, Nakamura H, Neumann A, Pate V, Pottegård A, Pratt NL, Roughead EE, Macias Saint-Gerons D, Stürmer T, Su CC, Zoega H, Sturkenbroom MCJM, Chan EW, Coghill D, Ip P, Wong ICK. Lancet Psychiatry. 2018 Oct;5(10):824-835.
- Association Between Methylphenidate and Amphetamine Use in Pregnancy and Risk of Congenital Malformations: A Cohort Study From the International Pregnancy Safety Study Consortium. Huybrechts KF, Bröms G, Christensen LB, Einarsdóttir K, Engeland A, Furu K, Gissler M, Hernandez-Diaz S, Karlsson P, Karlstad Ø, Kieler H, Lahesmaa-Korpinen AM, Mogun H, Nørgaard M, Reutfors J, Sørensen HT, Zoega H, Bateman BT. JAMA Psychiatry. 2018 Feb 1;75(2):167-175.
- International trends in antipsychotic use: A study in 16 countries, 2005-2014. Hálfdánarson Ó, Zoëga H, Aagaard L, Bernardo M, Brandt L, Fusté AC, Furu K, Garuoliené K, Hoffmann F, Huybrechts KF, Kalverdijk LJ, Kawakami K, Kieler H, Kinoshita T, Litchfield M, López SC, Machado-Alba JE, Machado-Duque ME, Mahesri M, Nishtala PS, Pearson SA, Reutfors J, Saastamoinen LK, Sato I, Schuiling-Veninga CCM, Shyu YC, Skurtveit S, Verdoux H, Wang LJ, Yahni CZ, Bachmann CJ. Eur Neuropsychopharmacol. 2017 Oct;27(10):1064-1076.
- Stimulant use for ADHD and relative age in class among children in Israel. Hoshen MB, Benis A, Keyes KM, Zoëga H. Pharmacoepidemiol Drug Saf. 2016 Jun;25(6):652-60.
- Use of drugs for ADHD among adults-a multinational study among 15.8 million adults in the Nordic countries. Karlstad Ø, Zoëga H, Furu K, Bahmanyar S, Martikainen JE, Kieler H, Pottegård A. Eur J Clin Pharmacol. 2016 Dec;72(12):1507-1514.
- Use of SSRI and SNRI Antidepressants during Pregnancy: A Population-Based Study from Denmark, Iceland, Norway and Sweden. Zoega H, Kieler H, Nørgaard M, Furu K, Valdimarsdottir U, Brandt L, Haglund B. PLoS One. 2015 Dec 14;10(12):e0144474.
- Pregnancy-Induced Hypertensive Disorders before and after a National Economic Collapse: A Population Based Cohort Study. Eiríksdóttir VH, Valdimarsdóttir UA, Ásgeirsdóttir TL, Hauksdóttir A, Lund SH, Bjarnadóttir RI, Cnattingius S, Zoëga H. PLoS One. 2015 Sep 17;10(9):e0138534.
- Selective serotonin reuptake inhibitors and venlafaxine in early pregnancy and risk of birth defects: population based cohort study and sibling design. Furu K, Kieler H, Haglund B, Engeland A, Selmer R, Stephansson O, Valdimarsdottir UA, Zoega H, Artama M, Gissler M, Malm H, Nørgaard M. BMJ. 2015 Apr 17;350:h1798.
- Use of SSRIs among Danish children: a nationwide study. Pottegård A, Zoëga H, Hallas J, Damkier P. Eur Child Adolesc Psychiatry. 2014 Dec;23(12):1211-8
- The Nordic prescription databases as a resource for pharmacoepidemiological research--a literature review. Wettermark B, Zoëga H, Furu K, Korhonen M, Hallas J, Nørgaard M, Almarsdottir A, Andersen M, Andersson Sundell K, Bergman U, Helin-Salmivaara A, Hoffmann M, Kieler H, Martikainen J, Mortensen M, Petzold M, Wallach-Kildemoes H, Wallin C, Sørensen H. Pharmacoepidemiol Drug Saf. 2013 Jul;22(7):691-9.
- Selective serotonin reuptake inhibitors during pregnancy and risk of stillbirth and infant mortality. Stephansson O, Kieler H, Haglund B, Artama M, Engeland A, Furu K, Gissler M, Nørgaard M, Nielsen RB, Zoega H, Valdimarsdóttir U. JAMA. 2013 Jan 2;309(1):48-54
- Selective serotonin reuptake inhibitors during pregnancy and risk of persistent pulmonary hypertension in the newborn: population based cohort study from the five Nordic countries. Kieler H, Artama M, Engeland A, Ericsson O, Furu K, Gissler M, Nielsen RB, Nørgaard M, Stephansson O, Valdimarsdottir U, Zoega H, Haglund B. BMJ. 2012 Jan 12;344:d8012.
- Age, academic performance, and stimulant prescribing for ADHD: a nationwide cohort study. Zoëga H, Valdimarsdóttir UA, Hernández-Díaz S. Pediatrics. 2012 Dec;130(6):1012-8.
- A population-based study of stimulant drug treatment of ADHD and academic progress in children. Zoëga H, Rothman KJ, Huybrechts KF, Ólafsson Ö, Baldursson G, Almarsdóttir AB, Jónsdóttir S, Halldórsson M, Hernández-Diaz S, Valdimarsdóttir UA. Pediatrics. 2012 Jul;130(1):e53-62.
- Use of ADHD drugs in the Nordic countries: a population-based comparison study. Zoëga H, Furu K, Halldórsson M, Thomsen PH, Sourander A, Martikainen JE. Acta Psychiatr Scand. 2011 May;123(5):360-7.
- Psychotropic drug use among Icelandic children: a nationwide population-based study. Zoëga H, Baldursson G, Hrafnkelsson B, Almarsdóttir AB, Valdimarsdóttir U, Halldórsson M. J Child Adolesc Psychopharmacol. 2009 Dec;19(6):757-64.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Háskóli Íslands. Áhrif lyfjanotkunar á meðgöngu. Helga Zoéga, prófessor í lýðheilsuvísindum. Sótt 27. ágúst 2019.
- ↑ Háskóli Ísalands. Tengsl meðgöngukvilla móður og ADHD hjá börnum. Helga Zoéga, dósent í lýðheilsuvísindum. Sótt 27. ágúst 2019
- ↑ 3,0 3,1 „Háskóli Íslanda. Helga Zoéga Prófessor“. Sótt 27. ágúst 2019.
- ↑ Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað? Sótt 27. ágúst 2019
- ↑ Doktorsritgerð 2011: Psychotropic Drug Use among Children A Comparison of ADHD Drug Use in the Nordic Countries and the Effect of ADHD Drug Treatment on Academic Progress.
- ↑ Mbl.is. (2012, 25. júní). Tengsl milli einkunna og lyfjameðferðar við ADHD. Sótt 27. ágúst 2019
- ↑ Háskóli Íslands. (2016). Hátt í fimmtíu fræðimenn fá framgang í starfi. Sótt 27. ágúst 2019.
- ↑ mbl.is. (2015, 23. desember).Ráðherra skipar vísinda- og tækniráð. Sótt 27. ágúst 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Stjórnun. Vísindanefnd. Sótt 27. ágúst 2019.
- ↑ Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað? Sótt 27. ágúst 2019.
- ↑ Google Scholar. Helga Zoega. Sótt 27. ágúst 2019.
- ↑ Anahad O’Connor. (2012, 20. Nóvember). Younger Students More Likely to Get A.D.H.D. Drugs. New York Times. Sótt 27. ágúst 2019.
- ↑ Deborah Kotz. (2012, 23. nóvember). Youngest kids in class more likely to get ADHD drugs, study finds. Boston Globe. Sótt 27. agúst 2019.
- ↑ Lara Salahi. (2012, 25. júní). Earlier May Be Better for ADHD Meds in Kids. ABC News. Sótt 27. ágúst 2019.
- ↑ Angus Chen. (2016, 10. mars). Youngest Kids In Class At Higher Risk Of ADHD Diagnosis. NPR. Sótt 27. ágúst 2019.
- ↑ Huffington Post. (2016, 23. maí). Conclusive Proof ADHD Is Overdiagnosed. Sótt 27. ágúst 2019.