Helga Hjörvar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sjá Helgi Hjörvar fyrir greinina um stjórnmálamanninn sem er sonur Helgu

Helga Kristín Helgadóttir Hjörvar (f. 2. júlí 1943) er fyrrum skólastjóri Leiklistarskólans.

Nám og fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Helga er fædd að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði 2. júlí 1943. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík Hún hóf störf sem sendill hjá Alþingi meðfram skóla og réðist til starfa hjá Samvinnutryggingum að námi loknu og vann auk þess við að vísa til sætis í Þjóðleikhúsinu. Hún hóf nám í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Að loknu leikaranámi lék hún á leiksviði og kvikmyndum, leikstýrði og kenndi leiklist og fór síðan til Kaupmannahafnar til að kynna sér leiklistarkennslu.

Helga var gift Úlfi Hjörvar rithöfundi sem lést 2008 og eiga þau 2 börn: Soninn Helga Hjörvar fyrrverandi alþingismann og dótturina Rósu Maríu Hjörvar doktorsnema.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

  • 1974–1983 Framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga[1]
  • 1983–1992 Skólastjóri Leiklistarskóla Íslands. Tók þátt í stofnun Listaháskóla Íslands[2]
  • 1992–1998 Framkvæmdastjóri Norrænu leiklistarnefndarinnar
  • 1999–2006 Forstjóri Norðurlandahússins í Færeyjum
  • 2006–2010 Forstjóri menningarhúss Færeyja, Grænlands og Íslands á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://leiklist.is/h-aki/
  2. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/84082/