Helíópólis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Al-Masalla-einsteinungurinn frá Helíópólis

Helíópólis (forngríska Ἡλιούπολις, „borg sólarinnar“ eða „borg Helíosar“; fornegypska ỉwnw; arabíska عين شمس‎ ʿĒn Šams, „auga sólarinnar“) var ein af elstu borgum Egyptalands hins forna og höfuðstaður þrettánda umdæmis Neðra Egyptalands. Hún er staðsett þar sem nú eru norðausturmörk Kaíró. Borgin var miðstöð fornegypskra trúarbragða og staður þar sem sólguðinn Ra var dýrkaður sem höfuðguð ásamt öðrum guðum úr guðaníundinni. Í sögunni um Jósef í Fyrstu Mósebók Gamla testamentisins er borgin nefnd Ón, dregið af fornegypsku nafni hennar iunu.

Borgin var að mestu rifin þegar Kaíró miðalda byggðist upp og nú er eina minnismerkið sem eftir er Al-Masalla-einsteinungurinn sem upphaflega stóð við hof Ra-Atúms.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.