Fara í innihald

Guðaníundin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hjarta hins látna vegið: úr Dauðrabók Anis. Efst sitja í dómi allir guðir níundarinnar (nema Ósíris) auk og Sía, Haþor og Hóruss.

Guðaníundin eða enneatið (úr forngrísku: ἐννεάς, „níund“) voru níu fornegypskir guðir sem voru dýrkaðir í Helíópólis. Höfuðguðinn var Atúm, börn hans voru loftguðinn Sjú og regngyðjan Tefnút, börn þeirra voru himingyðjan Nút og jarðarguðinn Geb, og börn þeirra voru Ósíris, Ísis, Set og Nefþys. Þessi guðaníund er kölluð „stóra níundin“ til aðgreiningar frá öðrum guðaníundum sem stundum skiptu út einhverjum af guðunum fyrir aðra, eins og Anúbis, Hórus, Þot og Maat, og sem stundum komu faraó fyrir sem einum af guðunum níu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.