Heimssýningin í París 1878

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfuð Frelsisstyttunnar eftir Frédéric Bartholdi var sýnt á sýningunni.

Heimssýningin í París 1878 (franska: Exposition Universelle) var þriðja heimssýningin sem haldin var í París, Frakklandi. Hún stóð frá 1. maí til 10. nóvember 1878. Sýningin var fjármögnuð af frönsku ríkisstjórninni og var ætlað að sýna fram á endurheimtan styrk Frakklands eftir Fransk-prússneska stríðið 1870. Aðalsýningarsvæðið náði yfir 220.000m² á Champ de Mars. Yfir 13 milljón aðgöngumiðar seldust svo sýningin kom fjárhagslega vel út.

Meðal nýrra uppfinninga sem sýndar voru var sími Alexanders Grahams Bell og grafófónn Edisons. Gatan og torgið við óperuhúsið Garnier-höll voru lýst upp með rafknúnum kolbogalömpum.

Á sýningunni var líka sýnt „negraþorp“, eins konar mannagarður sem naut mikilla vinsælda.

Fjöldi ráðstefna var haldinn í tengslum við sýninguna í Trocadéro-höll sem var reist fyrir hana. Þessar ráðstefnur leiddu til gerðar Parísarsamþykktarinnar 1883 sem var fyrsti alþjóðasamningurinn um hugverkarétt og Bernarsáttmálans um höfundarétt 1886.