Expo 2015

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Víetnamski skálinn.

Expo 2015 var heimssýning sem haldin var í Mílanó á Ítalíu frá 1. maí til 31. október árið 2015. Undirtitill sýningarinnar var Feeding the Planet, Energy for Life og meginþema hennar var matvælaframleiðsla og mataræði. Sýningarsvæðið nær yfir 1,1 km² um 15km norðvestan við Mílanó í sveitarfélögunum Rho og Pero. 145 lönd tóku þátt í sýningunni auk nokkurra alþjóðlegra stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Áætlað var að yfir 22 milljónir hefðu heimsótt sýninguna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.