Hebreskt stafróf
Hebreska stafrófið (hebreska: אָלֶף-בֵּית עִבְרִי,) er eitt abdsjad sem samanstendur af 22 stafagerðum. Einnig má finna lítið breyttar útgáfur stafanna í nokkrum öðrum tungumálum innan Samfélags gyðina en þar ber helst að nefna jiddísku, ladino og judeo arabísku. Fimm stafagerðir hafa mismunandi bitringamyndir þegar þau koma fyrir aftast í orði.
Hebreska er skrifuð frá hægri til vinstri. Fjöldi stafa, uppröðun, nöfn og hljóðfræði eru sams konar og í Arameíska stafrófinu en bæði tungumálin notuðust við fönikískt stafróf á undir lok annarar aldar fyrir Krist.
Samkvæmt nútíma fræðimönnum er nútíma ritmál hebresku byggt á aramísku ritmáli frá þriðju öld f.Kr. en gyðingar höfðu notað það til þess að skrifa hebresku frá því um á 6. öld f. Kr. Fyrir þann tíma notuðust gyðingar við gamalt hebreskt ritmal en það er byggt á fönísku ritmáli frá því á 10. öld f.Kr. en það ritmál er notað enn í dag í trúarlegum verkum.
Listi yfir tungumál gyðinga[breyta | breyta frumkóða]
Listinn er ekki tæmandi
Afró-asísk tungumál[breyta | breyta frumkóða]
- Semísk: hebreska, amaríska, arameíska, judeo-arabíska, judeo-jemeníska, judeo-libíska, judeo-algeríska, ennig eru nokkur judeo-arabísk mál töluð í Sýrlandi og Írak.
- Berbíska: judeo-berbíska
Indóevrópsk tungumál[breyta | breyta frumkóða]
- Germönsk: Jiddíska
- Ítalska: Judeo-Latína
- Slavnesk: Knaanic (Judeo-Tékkneska)
- Gríska: Yevanic (Judeo-Gríska)
- Indóirönsk: Dzhidi (Judeo-Persneska), Bukhori