Harbin Taiping-alþjóðaflugvöllurinn
Alþjóðaflugvöllur Harbin Taiping (IATA: HRB, ICAO: ZYHB) (kínverska: 哈尔滨太平国际机场; rómönskun: Hārbīn Tàipíng Guójì Jīchǎng) er flughöfn Harbin höfuðborgar Heilongjiang héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann þjónar sem mikilvæg samgöngumiðstöð fyrir norðausturhluta Kína og er stærsti flugvöllurinn sem þjónar Heilongjiang héraði. Með um 20.4 milljónir farþega árið 2018 er hann einn af umferðameiri flugvöllum Kína.
Flugvöllurinn er staðsettur um 37 kílómetra suðvestur af miðborg Harbin, í bænum Taiping í Daoli -sýslu, sem gefur honum nafn.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Flugvöllurinn, sem áður hét Yanjiagang- flugvöllur, var upphaflega byggður árið 1979 en stækkaður á árunum 1994 og 1997. Hann leysti af hólmi eldri flugvöll, Harbin Majiagou flugvöllinn, sem upphaflega var byggður árið 1931. Árið 1984 var hann uppfærður í alþjóðaflugvöll. Hann er hannaður með einni farþegamiðstöð til að takast á við 6 milljónir farþega árlega.
Árið 2013 annaðist Harbin Taiping alþjóðaflugvöllur 10 milljónir farþega. Enn var því ráðist í stækkun vegna vaxandi farþegafjölda og ný farþegamiðstöð byggð um 1 kílómetra suður af þeirri gömlu var vígð árið 2018. Hún er eingöngu ætluð innanlandsflugi en allt millilandaflug var fært inn í gömlu farþegamiðstöðina, sem er verið að endurbyggja fyrir millilandaflug.
Árið 2018 fóru um 20.4 milljónir farþega um flugvöllinnn og 125 þúsund tonn af farmi.
Samgöngur við völlinn
[breyta | breyta frumkóða]Strætisvagnar tengja flughöfnina við miðborg Changsha og nærliggjandi borgir.
Flugfélög
[breyta | breyta frumkóða]Flugfélögin China Southern Airlines, China Eastern Airlines, Hainan Airlines, Loong Air , Sichuan Airlines, og Xiamen Air, eru umfangsmikil á flugvellinum. Alls starfa þar 44 flugfélag.
Flugleiðir
[breyta | breyta frumkóða]Flugvöllurinn býður meira en 70 flugleiðir til innlendra og erlendra borga. Flestir áfangastaðir eru innan Kína, en einnig eru alþjóðaflug frá Frankfurt am Main, London, Moskvu, Jekaterínbúrg, Taípei, Los Angeles, Singapúr, Seúl, Osaka, Tókýó, Niigata, og fleiri staða.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Harbin borg.
- Kínverskur vefur alþjóðaflugvallarins Harbin Taiping
- Vefsíða Travel China Guide um Harbin Taiping flugvöllinn.. Almennar upplýsingar, kort af flugvellinum, samgöngur almenningsvagna á flugvöllinn o.fl.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Harbin Taiping International Airport“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. febrúar 2021.