Jekaterínbúrg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svipmyndir.

Jekaterínbúrg (rússneska: Екатеринбу́рг) er borg og stjórnsýslumiðstöð Sverdlovsk-fylkis í Rússneska sambandsríkinu.

Borgin er staðsett við ána Iset, austur af Úralfjöllum og er 1.420 kílómetrum austur af Moskvu. Jekaterínbúrg er fjórða stærsta borg Rússlands, þar býr rúmlega ein og hálf milljón manna (2018). Borgin hét áður Sverdlovsk frá 1924 til 1991, í höfuðið á sovéska byltingarmanninum Jakov Sverdlov.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]