Haraldur hringur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Haraldur hringur var landnámsmaður í Vestur-Húnavatnssýslu og nam land á Vatnsnesi.

Landnáma segir að Haraldur hafi verið ættstór maður en þó er föðurnafn hans ekki tilgreint eða hann ættfærður á nokkurn hátt. Hann er sagður hafa komið skipi sínu í Vesturhóp, þar sem nú heitir Sigríðarstaðaós, og dvalið hinn fyrsta vetur á Hringsstöðum, við enda Sigríðarstaðavatns, en síðan nam hann austanvert Vatnsnes „allt utan til Ambáttarár fyrir vestan, en fyrir austan inn til Þverár og þar yfir um þvert til Bjargaóss og allt þeim megin bjarga út til sjóvar“. Hann bjó á Hólum (Vesturhópshólum).