Hans Holbein yngri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjálfsmynd frá 1542 eða 1543

Hans Holbein yngri (14971543) var þýskur listamaður og prentari. Hann er þekktastur fyrir andlitsmyndir og tréskurðarmyndir af dauðadansinum.

Hans Holbein yngri fæddist í Augsburg í Bayern. Faðir hans Hans Holbein eldri var listmálari. Hann fór 19 ára til Basel og þar fékk hann það verkefni að mála borgarstjórann. Í Basel hitti hann Erasmus frá Rotterdam sem hann málaði margar myndir af.

Holbein ferðaðist til Englands árið 1526 og vann sem andlitsmyndamálari í tvö ár. Þegar hann sneri aftur til Basel voru erfiðir tímar fyrir listamenn. Múgur eyðilagði allt sem minnti á kaþólska trú og margar trúarlegar myndir glötuðust.

Holbein sneri aftur til Englands og málaði margar myndir fyrir hirð Hinriks VIII. Eitt þekktasta málverk hans frá þessum tíma og hápunktur málverka endurreisnarinn er málverkið Ambassadørene frá 1533.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]