Halldór Stefánsson
Halldór Stefánsson (1. desember 1892 - 5. janúar 1979) var íslenskur rithöfundur, þýðandi og prentari. Hann er aðallega þekktur fyrir smásögur sínar.
Halldór var fæddur í Kóreksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Stefán Stefánsson póstafgreiðslumaður á Eskifirði og kona hans Margrét Halldórsdóttir. Hann lærði til prentara og vann við þá iðn um skeið en lengst vann hann við bankastörf, fyrst á Eskifirði en síðan í Reykjavík. Halldór var atkvæðamikill þýðandi, þýddi m.a. verk eftir Maxim Gorkí, Konstantín Pástovskí, Jack London og Zaharia Stancu. Hann var einn af stofnendum Félags byltingarsinnaðra rithöfunda og Máls og menningar sem var stofnuð á heimili Halldórs að Barónstíg 55 árið 1937. Halldór var kvæntur Gunnþórunni Karlsdóttur og eignuðust þau eina dóttur.
Helstu verk
[breyta | breyta frumkóða]