Maksím Gorkíj

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Maxim Gorkí)
Jump to navigation Jump to search
Leo Tolstoy og Maxim Gorkí árið 1900

Alexei Maximovich Peshkov (á rússnesku Алексе́й Макси́мович Пешко́в) (28. mars 1868 - 18. júní 1936), þekktur undir nafninu Maxim Gorky (á rússnesku Макси́м Го́рький) var rússneskur og sovétskur rithöfundur og upphafsmaður þjóðfélagsraunsæis í rússneskum bókmenntum og baráttumaður. Hann var fimm sinnum tilnefndur til Nóbelsverðlauna í bókmenntum. Nokkur rita Maxim Gorkí hafa komið út á íslensku, þar á meðal skáldsagan Móðirin sem var fyrsta verkin sem bókaútgáfan Mál og Menning gaf út, það var árið 1936. Einnig sjálfsævisaga í þremur bindum (Barnæska mín, Hjá vandalausum og Háskólar mínir).Kjartan Ólafsson þýddi sjálfævisöguna. Einnig hafa leikrit Gorkís verið þýtt og flutt í Þjóðleikhúsinu og gefin út verk eins Mannveran sem er rúmlega hundað ára ljóðabálkur um lífskraft mannlegrar tilvistar sem Maxim Gorky samdi í aðdraganda rússnesku byltingarinnar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]