Halamið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Halamið eða Hali eru fiskimið á brún landgrunns Íslands við enda Djúpáls sem liggur út frá Ísafjarðardjúpi norðvestur af Vestfjörðum. Þessi mið urðu mikilvæg eftir að Íslendingar hófu sjósókn á togurum eftir 1920. Laugardaginn 7. febrúar 1925 gerði þar aftakaveður svo tveir togarar fórust, Leifur heppni og Robertson, og með þeim 68 menn. Var þetta síðan kallað Halaveðrið.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.