Hafísárin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hafísárin er kuldatímabil sem stóð yfir á Íslandi árin 1965 til 1971 og einkenndist af hafískomu. Hafís lagðist að landinu í febrúarlok 1965 í meira magni en áratugina næstu á undan. Enginn hafís sást árið 1966 en árin á eftir og allt til ársins 1971 barst hafís til Íslands. Hafísinn varð mestur hér við land vorið 1968.

Á hafísárunum var sjávarhiti lægri og selta minni en áður. Hið mikla seltufrávik þessa tímabils hefur verið sett fram sem skýring á hafísárunum. Þessi lág selta hafði merkjanleg áhrif á lífríki sjávar á þessu tímabili meðal annar á laxastofna en niðursveifla var í þeim á hafísárunum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]