Hið mikla seltufrávik

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hið mikla seltufrávik vísar til mælinga á fráviki í seltu sjávar í Norður-Atlantshafi seint á sjöunda áratug og fyrri hluta áttunda áratugs 20. aldar vegna mikils magns af ferskvatni sem barst í höfin. Þetta frávik er táknað með GSA (skammstöfun yfir Great Salinity Anomaly) og er vísað til samsvarandi síðari seltubreytinga á sama hátt. Það tekur hafsvæðin mörg ár að jafna sig eftir slíkar breytingar. Áhrifa seltubreytinga gætir á stóru hafsvæði þar sem hafstraumar bera sjó af einu svæði á annað. Seltufrávikið var fyrst mælt á árunum 1965-1971 norðaustur af Íslandi, síðan 1969–70 í Vestur-Grænlandsstraumnum nálægt Labrador og Nýfundnalandi, árið 1972 í Labrador Sea, árið 1975 í Rockall Channel og 1976 í Færeyja-Shetlandsstraumnum og suður af Íslandi, árin 1977–78 í Noregshafi suður af Spitsbergen og síðan aftur til Grænlands og í höfum við Ísland árin 1981–83.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • [I.M Belkin, S Levitus, J Antonov, S.-A Malmberg, Corrigendum to ‘“Great Salinity Anomalies” in the North Atlantic’: [Progress in Oceanography, 41 (1998) 1–68],Progress in Oceanography, Volume 45, Issue 1, January 2000, Pages 107-108]