VoiceXML

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

VoiceXML er XML-mál til að skilgreina samtöl milli fólks og tölva. Alþjóðasamtök um veraldarvefinn sjá um þróun málsins. VoiceXML er notað til að þróa sjálfvirk símasvörunarkerfi og raddstýringakerfi sem dæmi. Fyrirfram skilgreind samtöl auðvelda talgreiningu til muna með því að afmarka hvaða yrðingum hugbúnaðurinn hlustar eftir. VoiceXML-skjöl eru túlkuð af raddvafra.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.